Slóði

Slóði er Gilwell-verkefni sem Halldór Valberg Aðalbjargarson og Signý Kristín Sigurjónsdóttir sjá um. Kerfið styður foringja og hópa við að búa til, deila og stjórna viðfangsefnum og tryggir um leið að skátar fái fjölbreytta og vel samsetta dagskrá.

Um Slóði

Opinn hugbúnaður fyrir skipulega dagskrárgerð í skátastarfi

Slóði er verkfæri sem getur hjálpað skátaforingjum að skipuleggja fjölbreytta og markvissa dagskrá. Verkefnið er byggt af skátaforingjum, fyrir skátaforingja, og er opinn hugbúnaður sem allir geta notað og stuðlað að.

Opinn hugbúnaður
Ókeypis
Fyrir alla

Hvaðan kom hugmyndin?

Slóði sprettur út frá þörf sem margir skátaforingjar hafa upplifað:

Tímapressan

Foringjar eru oft í fullu starfi eða fullu námi sem þau stunda foringjastörf samhliða. Því getur verið erfitt að finna sér tíma til að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá.

Hugmyndaleysið

Stundum er erfitt að láta sér detta í hug nýjar og spennandi hugmyndir fyrir skátafundi.

Fjölbreytni

Hvernig veit ég hvort starfið mitt sé að uppfylla allar kröfur metnaðarfulls skátastarfs?

Samstarfserfiðleikar

Erfitt að deila og geyma dagskrárhugmyndir á milli sveita og félaga ár eftir ár.

Óskipulagt safn

Google Drive möppur, tölvupóstar, möppur fullar (eða hálf tómar) af gamalli útprentaðri dagskrá

Reynsla týnist

Þegar foringjar hætta eða skipta um sveit hverfur oft öll þeirra reynsla og þekking með þeim.

Við vildum búa til verkfæri sem gerir dagskrárgerð einfaldari, skemmtilegri og markvissari.

Markmið okkar

Aðgengi

Gera gæðadagskrár aðgengilegar öllum foringjum, óháð reynslu eða tíma.

Fjölbreytni

Hjálpa foringjum að skapa fjölbreytta og vel ígrunduð skátastarf sem nær yfir alla hæfniþætti.

Samfélag

Byggja upp samfélag þar sem foringjar geta lært hver af öðrum og deilt reynslu.

Gagnsæi

Vera opinn og aðgengilegur hugbúnaður sem er í eigu skátasamfélagsins.

Hvernig virkar Slóði?

Hugmyndabankinn

  • Leitaðu í safni af dagskrárhugmyndum
  • Merktar með aldurshópum, hæfniþáttum og þemum
  • Bættu við þínum eigin hugmyndum
  • Vistaðu uppáhalds

Dagskrárgerðin

  • Settu saman heildardagskrár úr hugmyndum
  • Sjáðu tímaskipulag og yfirlitsáætlanir
  • Deildu með teyminu þínu
  • Prentaðu út eða sendu í tölvupósti

Greiningin

  • Sjáðu myndrænt yfirlit yfir dagskrárval
  • Fylgstu með fjölbreytni eftir hæfniþáttum
  • Fáðu ráðleggingar um hvar má bæta
  • Sjáðu framfarir með tímanum

Opinn hugbúnaður - í eigu samfélagsins

Slóði er opinn hugbúnaður, sem þýðir:

Alltaf ókeypis

Engin gjöld, engin áskrift, engin falinn kostnaður.

Gagnsætt

Kóðinn er opinn á GitHub og allir geta skoðað hvernig hann virkar.

Í eigu samfélagsins

Verkefnið er ekki í höndum sjálfboðaliða og tilheyrir skátasamfélaginu.

Þú getur lagt til

Góðar hugmyndir, kóði, hönnun, skjöl - allt framlag er velkomið!

Hver er að vinna að þessu?

Slóði er samstarfsverkefni sem hefur þróast með aðstoð frá:

Aðalverkefnisstjórar

Halldór Valberg Aðalbjargarson - Forritun og hönnun
Signý Kristín Sigurjónsdóttir - Bakendi og gagnagrunnshönnun

Framlög á GitHub

Sæki upplýsingar um framlagsaðila...

Þú getur orðið hluti af teyminu!

Við erum alltaf að leita að fólki sem vill hjálpa til - hvort sem það er með hugmyndum, kóða, hönnun, eða bara að prófa verkfærið.

Helstu eiginleikar

Dagskrárbankinn

Miðlægt safn verkefna og leikja með skýrum leiðbeiningum, aldursviðmiðum, nauðsynlegum búnaði, tímaáætlun og ábendingum frá öðrum foringjum.

Í vinnslu

Dagskrárgerð

“Drag-and-drop” verkfæri til að setja saman heildardagskrár (fundi, útilegur eða mót) úr viðfangsefnum. Hægt er að skipuleggja dagskrár eftir tíma, þema eða flokkum.

Fyrirhugað

Sniðmát og dæmi

Tilbúin sniðmát fyrir algenga skátaviðburði eins og vikulega fundi, færnimerkjadagskrár og útilegur. Foringjar geta notað þau beint eða sérsniðið þau að sínum þörfum.

Fyrirhugað

Samvinnuverkfæri

Möguleiki á að deila dagskrám og viðfangsefnum með öðrum foringjum, flokkum eða sveitum. Inniheldur stuðning við athugasemdir, tillögur og endurnotkun á sameiginlegum áætlunum.

Fyrirhugað

Leit og merking

Ítarleg leitarverkfæri með töggum og síum sem gerir foringjum kleift að finna viðfangsefni eftir aldurshópi, erfiðleikastigi, staðsetningu, búnað eða þema.

Fyrirhugað

Greiningartæki fyrir dagskrá

Verkfæri til að fara yfir liðna viðburði og greina fjölbreytni dagskrár. Hjálpar foringjum að tryggja að skátar fái jafna blöndu af viðfangsefnum, svo sem eftir ÆSKA og þroskasviðum.

Fyrirhugað

Tímalína

Kynning á verkefni

Neisti

Smiðja um dagskrárgerð og safna endurgjöf frá foringjum

Útgáfa á lágmarksafurð

Skátaþing

Markmiðið er að kynna lágmarksafurðina fyrir sjálfboðaliðum skátahreyfingarinnar.

Vinnuópar endurnýjaðir

Kynning á verkefni

Kveikja

Kynna verkfærið fyrir stjórnum og foringjum félagas

Vinnuópar endurnýjaðir

Opinber útgáfa

Vinnuhópar ljúka störfum

Viltu vera hluti af verkefninu?

Slóði er opinn hugbúnaður og við tökum á móti öllum sem vilja leggja sitt af mörkum. Hvort sem þú ert forritari, hönnuður, skátaformaður eða hefur bara áhuga á verkefninu, þá ertu velkomin/n í hópinn!